Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Matvælaráðherra hefur nú lagt fram drög að Landsáætlun um útrýmingu riðuveiki. Hér er í raun um að ræða stefnuskjal sem undirritað verður af fulltrúum MAR, MAST og BÍ. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hefur farið fyrir starfshópi sem unnið hefur þessi drög. Auk hennar voru í hópnum Sigurbjörg Bergsdóttir og Auður Arnþórsdóttir sérgreinadýralæknar hjá MAST og þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML.
Í Landsáætluninni eru m.a. sett fram markmið um ræktun gegn riðu fyrir landið, með breytilegum áherslum eftir áhættuflokkun búa/svæða. Fjallað er um sóttvarnir og sett er fram hverjar takmarkanir skulu vera á búum í mismunandi áhættuflokkum, fjallað er um viðbrögð ef upp kemur riðuveiki í hjörð og bætur vegna aðgerða sem riðutilfelli fylgja. Í áætluninni er lögð fram stefna um fækkun sauðfjárveikivarnarhólfa.
Landsáætlunin felur í sér miklar breytingar á því hvernig unnið verður að útrýmingu riðuveiki á næstu árum miðað við stefnu undangengina ára. Í grunninn byggir áætlunin á að útrýma sjúkdómnum með ræktun fyrir verndandi og mögulega verndandi arfgerðum. Framundan er sameiginlegt átak allra aðila að ná settum markmiðum. Mikilvægt er því að allir sem hafa hagsmuna að gæta skoði þessi drög og geri athugasemdir eftir þörfum meðan Landsáætlunin liggur í samráðsgáttinni, en þar verður hún til 20. maí.
Sjá nánar:
Drög að landsáætlun um útrýmingu riðuveiki
/okg