BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2020 sem búið var að skrá í gagnagrunninn 27. ágúst sl. eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís.

Tekinn var saman listi yfir meðalfrjósemi dætra sæðishrúta vorið 2020 sem eiga dætur á fyrsta til fjórða vetri, þ.e. ær fæddar 2016-2019. Ekki voru reiknuð meðaltöl fyrir hópa með fáar dætur. Jafnframt er í skjalinu uppfært kynbótamat sem tekur þá mið af nýjustu upplýsingum um dætur viðkomandi hrúts.

Sjá nánar:
Frjósemi dætrahópa sæðishrúta vorið 2020 - dætur fæddar 2016-2019 

/okg