„Bliknar í mýri brokið“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum.

Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.

Eftirtaldir starfsmenn munu sjá um skipulag lambadóma á komandi hausti:

  • Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjörður, Snæfellsnes, Dalasýsla, Barðastrandarsýslur og Ísafjarðarsýslur: Árni Brynjar Bragason og Oddný Kristín Guðmundsdóttir
  • Strandasýsla og Vestur-Húnavatnssýsla: Sigríður Ólafsdóttir
  • Austur-Húnavatnssýsla: Auður Ingimundardóttir
  • Skagafjörður og Eyjafjörður: Sigurlína Erla Magnúsdóttir
  • Suður-Þingeyjarsýsla: Guðrún Hildur Gunnarsdóttir
  • Norður-Þingeyjarsýsla: Steinunn Anna Halldórsdóttir
  • Múlasýslur: Guðfinna Harpa Árnadóttir
  • Skaftafellsýslur, Rangárvallasýsla og Árnessýsla: Fanney Ólöf Lárusdóttir

Sjá nánar:
Frétt um lambadóma frá 1. júlí
Panta lambadóma

/okg