Auknar afurðir - grunnráðgjöf í sauðfjárrækt

Ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt sem nefnist, „Auknar afurðir “, stendur nú sauðfjáreigendum til boða. Þetta er grunnráðgjöf fyrir sauðfjárbændur til að fá betri sýn yfir þróun afurða sauðfjár á eigin búi. 

Ráðgjöfin er í stuttu máli þannig að ráðunautur gerir yfirlitsskýrslu um þróun afurða á búinu nokkur ár aftur í tímann þar sem niðurstöður skýrsluhalds eru tengdar við krónur og meðalafurðaverð frá liðnu hausti. Ráðunauturinn kemur síðan í heimsókn á búið með skýrsluna, fer yfir niðurstöðurnar og ákveðinn spurningalista til að meta stöðuna með ábúendum. Að lokinni heimsókn sendir ráðunauturinn ábúendum spurningarnar og svörin ásamt helstu ályktunum og kynnir jafnframt þá ráðgjöf sem RML býður og gæti hentað viðkomandi búi.

Kynningartilboð 15.000 kr án vsk, hægt er að panta skýrsluna án heimsóknar ráðunauts og kostar hún þá 5000 krónur án vsk.
Nánari upplýsingar gefur Árni B. Bragason, netfang: ab@rml.is, símar 516-5008/895-1372. 

Sjá nánar: 

Auknar afurðir sauðfjár 

abb/okg