Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2013

Um alllangt skeið hefur verið stuðlað að því að bændur „skeri úr“ veturgömlu hrútunum á grunni afkvæmarannsókna m.t.t. skrokkgæða. Óhætt er að fullyrða að þar sem vel hefur verið að verki staðið hafa afkvæmarannsóknir skilað bændum ræktunarframförum í bættum vöðvavexti og minni fitu. Á þessum grunni hafa hrútar gjarnan valist inn á sæðingastöðvar eða í áframhaldandi stærri rannsóknir og þannig hefur ávinningurinn af þessu starfi verið mikilvægur liður í ræktunarstarfinu á landsvísu.

Á síðustu árum hefur þetta verkefni verið styrkt af fagfé sauðfjársamnings en upphaflega var þetta styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Síðasta haust voru reglurnar á þann veg að 8 hrúta þurfti í samanburðinn þar sem hver þeirra ætti 8 ómskoðuð afkvæmi af sama kyni og kjötmatsniðurstöður fyrir 15 afkvæmi. Bændur þurftu síðan að vista uppgjör afkvæmarannsóknarinnar í Fjárvís og senda tilkynningu til RML fyrir tiltekinn tíma. Líkt og kynnt var í haust hefur reglunum verið breytt með það að markmiði að efla prófun á veturgömlum hrútum og mun afkvæmarannsókn ekki teljast styrkhæf nema að lágmarki 5 veturgamlir hrútar sé í samanburðinum haustið 2014.

Í heildina voru 108 styrkhæfar afkvæmarannsóknir haustið 2013 og afkvæmahóparnir 1.172, þar af áttu veturgamlir hrútar 41% hópanna. Umfangið var minna sl. haust en haustið 2012 en þá voru afkvæmarannsóknirnar 162 og hóparnir alls 1.700. Hækka þarf hlutfall veturgamalla hrúta sem eru prófaðir og fjölga þátttakendum.

Niðurstöður afkvæmarannsókna árið 2013 má finna hér á síðunni.

Afkvæmarannsóknir 2013
Niðurstöður fyrri ára

ee/eib