Af sauðfjárskólanum

Glaðbeittir Árnesingar
Glaðbeittir Árnesingar

Nú er búið að halda tvo fundi af sjö í „Sauðfjárskóla RML“ sem er fundaröð fyrir sauðfjárbændur og er nú haldið úti á fjórum stöðum á Suðurlandi og á einum í Skagafirði. Alls eru 89 sauðfjárbú skráð í skólann og geta verið allt að þrír þátttakendur frá hverju búi. Skráðir þátttakendur eru 154, þar af 82 karlar og 72 konur og hefur fundasókn verið mjög góð. Þessari fundaröð lýkur í nóvember en þá er jafnframt áformað að hefja nýja fundaröð og bjóða þá  til leiks sauðfjárbændum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

ább/okg