Af niðurstöðum lambadóma – synir stöðvahrútanna

Nú er ætti megnið af dómum haustsins að vera skráð í Fjárvís en þó er minnt á að bændur eru hvattir til að koma öllum óskráðum dómum inn í gagnagruninn fyrir mánudaginn 28. október þannig að gögnin nýtist fyrir kynbótmatsútreikninga og upplýsingar um dómaniðurstöður fyrir hrútaskrá.

Ef skoðaðar eru niðurstöður fyrir stöðvahrútana (úttekt 23.10.2024) þá hafa 5.716 synir sæðingahrútanna hlotið dóm. Ef miðað er við úttekt á stöðu stöðvahrútanna fyrir ári síðan eru þetta nálægt 1.500 fleiri dómar í ár. Það kemur reyndar ekki á óvart þar sem þátttaka í sæðingum var mun betri á síðasta ári en árinu á undan.

Þegar litið er til afkvæmahópa sem telja 20 syni eða fleiri er meðalþungi þeirra 48 kg og meðalbakvöðvi 31,2 mm. Þunginn er svipaður og á síðasta ári en bakvöðvinn aðeins minni. Sá hrútur sem átti flesta skoðaða syni í haust er hinn arfhreini ARR hrútur Hreinn 23-920 frá Þernunesi en skráðir hafa verið dómar á 394 Hreinssyni. Þykkastur var bakvöðinn hjá sonum Káts 20-905 frá Efstu-Grund og sonum Jaðurs 20-891 frá Múlakoti, 33,3 mm. Hæstu lærastig hlutu að jafnaði synir Káts, með 18,2 stig en þar á eftir koma synir Jaðurs, Mola 23-919 frá Miðdalsgröf, Steins 23-926 frá Kaldbak og Þórs 21-896 frá Ytri-Skógum með 18,0 stig. Kátur á jafnframt þá hrúta sem hafa flest heildarstig eða 86,3 stig að meðaltali en þar á eftir koma synir Mola og synir Kústs 19-889 með 85,4 stig en þessir tveir hrútar eiga það sameiginlegt að vera báðir frá Miðdalsgröf.

Í meðfylgjandi töflu má skoða niðurstöður fyrir þá stöðvahrúta sem eiga 20 eða fleiri stigaða syni.

Sjá nánar: 
Synir sæðingastöðvahrúta

/okg