Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í ljósi aðstæðna hefur RML ákveðið að prófa fjarfundi fyrir sauðfjárbændur í samstarfi við Landsamband sauðfjárbænda og verður fyrsti fundurinn haldinn þriðjudaginn 21. apríl kl. 13:00. Notað verður fjarfundakerfið Microsoft Teams og ganga fundirnir undir heitinu Á garðabandinu en þar vísað til þess að oft eiga sér stað skemmtilegar umræður þegar fólk tyllir sér á garðabandið. Um er að ræða stutta fundi þar sem haldin verður 10-15 mínútna framsaga og fylgt eftir með 10-15 mínútna umræðum. Þetta er tilraun og verður framhaldið til skoðunar með hliðsjón af hvernig tekst til.
Árni B Bragason mun ríða á vaðið en hans erindi ber titilinn Út í vorið. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.00.
Til þess að tengjast fundinum er hægt að smella á hlekkinn hér að neðan.
Athugið að til þess að geta tekið þátt er ekki nauðsynlegt að vera með Microsoft Teams uppsett í tölvunni.
Þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.00 fáum við fyrirlesara úr röðum LS þá ætlar Unnsteinn Snorri að segja okkur allt um skipulag á sauðburði.
Þriðjudaginn 5. maí kl. 13.00 verður Sigtryggur Veigar Herbertsson með erindi um tengslamyndun áa og lamba.
Sjá nánar:
Út í vorið - tengjast fundi
svh/okg