Takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba og Flekk aflétt 1. okt. n.k.

Bambi 08049
Bambi 08049

Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að frá og með 1. október n.k. verði takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba 08049 og Flekk 08029 aflétt og þeir til frjálsra afnota svo lengi sem sæði úr þeim er til.

Hugsunin með þessari stýringu var að kalla eftir skipulegu vali bænda á kúm sem sæddar væru með sæði úr þessum nautum og tóm gæfist til þess óháð burðartíma. Það er ljóst að það hefur tekist og notkun, sérstaklega Bamba, hefur dreifst á lengri tíma og val hans á kýr orðið markvissara og betra en ella. Auk þessa hefur stýringin tvímælalaust orðið til þess að allir hafi haft tryggan aðgang að sæði úr þessum nautum sem annars hefði reynst örðugara að tryggja. Fagráð í nautgriparækt vill þakka kúabændum og frjótæknum samstarfið við þessa stýringu og þann skilning sem þessi ákvörðun hefur mætt.

/gj