Ný reynd naut í notkun

Bolti 09021
Bolti 09021

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að setja fjögur naut fædd 2009 í notkun sem reynd naut. Þetta eru þeir Ferill 09070 frá Botni í Súgandafirði, f. Lykill 02003 og mf. Stígur 97010, Þytur 09078 frá Eystra-Hrauni í Landbroti, f. Glæðir 02001 og mf. Jaxl 04027, Dráttur 09081 frá Torfum í Eyjafirði, f. Flói 02029 og mf. Stígur 97010 og Brúnó 09088 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Flói 02029 og mf. Seifur 95001.

Sæði úr Ferli og Þyt er nú þegar farið til dreifingar frá Nautastöðinni og sæði úr Drætti og Brúnó mun fara til drefingar við næstu útsendingu á sæði frá stöðinni. Sæði úr þessum nautum mun því berast í kúta frjótækna á allra næstu dögum og vikum.

Ákveðið var nautsfeður til notkunar næstu mánuði verði Keipur 07054, Gustur 09003, Bolti 09021, Ferill 09070 og Þytur 09078. Rétt er að taka fram að Þytur kemur því einungis til greina sem nautsfaðir að hann sé notaður á kýr sem gefa há efnahlutföll í mjólk þar sem dætur hans mjólka gríðarlega mikið en efnahlutföll í mjólk þeirra eru lág.

Úr notkun falla þrjú naut. Þau eru Toppur 07046 og Bambi 08049 en sæði úr þeim er búið á Nautastöðinni. Þeir verða þó áfram í kútum frjótækna um hríð. Þriðja nautið sem fellur úr notkun er Foss 09042 sem lækkaði nokkuð í mati við keyrslu kynbótamats, þannig að ekki þótti rétt að hafa hann til notkunar lengur.

Þá valdi fagráð besta naut fætt árið 2008, á fundinum og undrar engan að sú nafnbót féll í skaut Bamba 08049 frá Dæli í Fnjóskadal en ræktendur hans eru Geir og Margrét, ábúendur þar á bæ.

Upplýsingar um þessi naut og fleiri hafa verið uppfærðar á nautaskra.net og þá hefur nýtt kynbótamat þegar verið keyrt inn í Huppu.

/gj