Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum og fleira.

Við vonum að kúabændur og áhugamenn um nautgriparækt hafi bæði gagn og gaman af skránni sem einnig er birt á pdf-skjali og rafbók á nautaskra.net.

/gj