Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 11. maí.
Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 495 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 115 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.217,5 árskúa á fyrrnefndum 495 búum var 6.364 kg eða 6.326 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 495 var 48,9.
Meðalnyt árskúa síðustu 12 mánuði var mest á búi Guðrúnar og Gunnars á Búrfelli í Svarfaðardal, 8.901 kg. Annað í röðinni var bú Rúts og Guðbjargar á Skíðbakka í Landeyjum þar sem nyt árskúnna var 8.484 kg. Þriðja búið var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem meðalnyt eftir árskú reyndist 8.476 kg. síðustu 12 mánuði. Fjórða efst var bú Hákonar og Þorbjargar á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit þar sem meðalárskýrin mjólkaði 8.313 kg. á tímabilinu. Fimmta sætið vermdi nú bú Göngustaða ehf. á Göngustöðum í Svarfaðardal þar sem nyt árskúnna var að jafnaði 8.226 kg.
Nythæsta kýrin síðustu 12 mánuði reyndist vera hin sama og fyrir mánuði síðan, Gola 694 (undan Þyt 09078) í Egilsstaðakoti í Flóa en nyt hennar var nú 14.305 kg. Önnur nythæsta kýrin reyndist vera Merlin 2268 (f. nr. 2018, sonur Húna 07041 og dóttursonur Taums 01024), í Lambhaga á Rangárvöllum en nyt hennar var 13.497 kg. á síðustu 12 mánuðum. Þriðja kýrin í röðinni nú var Auðhumla 370 (undan Þyt 09078 eins og Gola nr. 1) í Skipholti 1 í Hrunamannahreppi en hún mjólkaði samtals 13.289 kg. á umræddu tímabili. Fjórða kýrin á þessum lista var Fata 2106 (f. Sjarmi 12090) í Skáldabúðum 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en hún mjólkaði 12.009 kg. á tímabilinu. Fimmta var Nös 667 (f. Þytur 09078 sbr. fyrr) í Dalbæ 1 í Hrunamannahreppi en hún skilaði 13.004 kg. Athygli vekur að þrjár þessara fimm efstu kúa eru dætur Þyts og til gamans má geta þess að ef skoðaðar eru 20 efstu kýrnar að þessu sinni eru fimm þeirra Þytsdætur, sbr. listann á vef okkar.
Alls náðu 109 kýr á mjólkurframleiðslubúunum 495, sem afurðaskýrslum fyrir apríl hafði verið skilað frá um níuleytið að morgni 11. maí að mjólka 11.000 kg. eða meira á síðustu 12 mánuðum. Af þeim mjólkuðu 24 meira en 12.000 kg. Af þeim hópi skiluðu fimm kýr 13.000 kg. og þar yfir og ein þeirra mjólkaði talsvert yfir 14.000 sbr. hér á undan.
Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,4 en árskýrnar voru að meðaltali 22,1. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.202,6 kg.
Meðalfallþungi 8.975 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 254,0 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 748,9 dagar.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar
/sk