Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Á fundi sínum í febrúar s.l. valdi fagráð í nautgriparækt besta naut fætt árið 2013 á Nautastöð BÍ. Til stóð tilkynna um valið og afhenda viðurkenningu á fagþingi nautgriparæktarinnar sem halda átti í mars en var frestað af vel þekktum ástæðum. Fyrir valinu varð Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð undan Birtingi 05043 og Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Ræktandi Jörfa er Jörfabúið sf.
Segja má að Jörfi sé vel að þessari nafnbót kominn en umsögn hans um dætur er eftirfarandi: Dætur Jörfa eru fremur mjólkurlagnar með há efnahlutföll í mjólk. Þetta eru meðalstórar og háfættar kýr, bolgrunnar, ekki útlögumiklar en yfirlína er bein. Malirnar eru fremur grannar, beinar og nokkuð flatar. Fótstaða er nokkuð bein og gleið. Júgurgerðin er frábær, geysimikil festa, áberandi júgurband og júgrin einstaklega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilegir að lengd og þykkt og mjög vel settir. Mjaltir þessara kúa eru í góðu meðallagi og gallar í mjöltum fátíðir.
Þess má geta að Jörfi 13011 stendur nú efstur allra nauta í kynbótamati fyrir júgurgerð sem verður að teljast stórkostleg.
Ræktendum Jörfa, þeim Guðbjörgu, Jónasi og Guðmundi Jóhannesarbörnum, verður afhent viðurkenning fyrir Jörfa 13011 við fyrsta tækifæri en aðstæður hafa ekki gefið færi á slíku enn sem komið er.
/gj