Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt en með henni verður ráðuneytinu heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um skila þurfi kýrsýnum tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi teljist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar aðstæður.
Þessari breytingu er meðal annars ætlað að koma til móts við kúabændur vegna COVID-19 en vegna smitvarna hafa kýrsýnatökur og greiningar þeirra verið stöðvaðar tímabundið. Breytingin tryggir því að kúabændur verða ekki fyrir fjárhagslegu tjóni sökum þess.
Breytingin tekur ekki fram hver verður lágmarksfjöldi sýna á árinu 2020 enda ómögulegt að segja til um hvenær hægt verður að hefja móttöku kýrsýna á nýjan leik.
Sjá nánar:
Reglugerð nr. 299/2020 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt
/gj