Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagþingið á Hótel Sögu í Reykjavík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 12:30. Aðalfundur LK hefst á sama stað kl. 10:00 með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta og umræðum en að loknum léttum hádegisverði því loknu tekur fagþingið við. Á dagskrá eru fjölmörg erindi þar sem m.a. verður fjallað um kynbætur, skýrsluhald og nautakjötsframleiðslu. Aðalfundur LK og fagþingið eru að sjálfsögðu opin öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt.
Dagskrá fagþingsins er eftirfarandi:
Kl. 12.30 Setning á Fagþingi nautgriparæktarinnar – Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt
Kl. 12.35 Verðlaun fyrir bestu nautin í árg. 2011 og 2012– Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 12.50 Skýrsluhald í nautakjötsframleiðslu – Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 13.10 Nýtt erfðaefni til kjötframleiðslu– Sigurður Loftsson/Sveinn Sigurmundsson, NautÍs
Kl. 13.25 Sæðingaaðstaða fyrir holdakýr– Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson, RML
Kl. 13.50 Mælidagalíkan fyrir afurðaúthald og efnahlutföll– Jón Hjalti Eiríksson, RML
Kl. 14.05 Áhrif mælidagalíkans á nautaval– Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 14.20 Skyldleikarækt og áhrif hennar á afurðir í íslenska kúastofninum– Bjarni Sævarsson
Kl. 14.35 Erfðamengisúrval, skyldleiki íslenska kúastofnsins við önnur kyn og niðurstöður ætternisgreininga – Egill Gautason, Háskólanum í Árósum og Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 14.55 Kaffihlé
Kl. 15.15 Hagrænt vægi eiginleika– Jón Hjalti Eiríksson, RML
Kl. 15.40 Skýrsluhald í mjólkurframleiðslu og norræn samvinna við gagnaöflun– Guðmundur Jóhannesson, RML
Kl. 16.00 Fyrirspurnir og ráðstefnuslit
/gj