Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Verkefni í samvinnu Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga
RML leitar eftir þátttakendum í málstofu þar sem fjallað verður um samspil landbúnaðar, umhverfismála og sjálfbærrar nýtingar náttúrauðlinda. Málstofan verður haldin í Ásgarði, aðalbyggingu Lbhí, í Ársal 3. hæð, á Hvanneyri þann 2. maí. Málstofan er liður í verkefni sem RML hefur umsjón með sem unnið er í samvinnu Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Verkefnið gengur undir nafninu „Samvinna í landbúnaði“ eða „Landsbrugssamarbedje“ og hefur hlotið styrk Norræna Atlantssamstarfinu – NORA. Markmið og megintilgangur þessa verkefnis er að skapa vettvang þar sem þessar þjóðir geta miðlað þekkingu og reynslu sín á milli í landbúnaðar- og umhverfismálum tengdum landbúnaði. Í því samhengi verður horft til sérkenna landbúnaðar í hverju þátttökulandi, hvernig þar megi auka sjálfbærni í nýtingu náttúruauðlinda og hver þátttaka bænda þar er í náttúruvernd og umhverfisverkefnum. Samskonar málstofur verða einnig haldnar í hinum þátttökulöndunum.
Málstofan er liður í að safna upplýsingum fyrir verkefnið. Hugmyndin með henni er að kalla fram upplýsingar af breiðum grunni frá grasrótinni til sérfræðinga og hvetja til samtals þar á milli. Á málstofunni verður leitt samtal milli þátttakenda um helstu einkenni íslensks landbúnaðar og hvernig bændur og landeigendur geti nýtt sér sérstöðu hans og þekkingu sína til að landnotkun verði sjálfbær.
Spurningar sem verða lagðar fram eru:
Málstofan er öllum opin en þátttökufjöldi er takmarkaður. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir bændur, ráðunauta og fagaðila sem vinna við umhverfismál til að deila hugmyndum sín á milli. Athugið að skrá þarf þátttöku en þau sem hafa áhuga að taka þátt eru beðin um að skrá sig í gegnum eyðublað hér á heimasíðunni (sjá tengil hér neðst á síðunni), eða með því að senda póst á netfangið sts@rml.is.
Dagskrá málstofunnar hefst kl 12:00 með hádegismat og stendur hún til kl 16:30.
Dagskrá með fyrirvara um breytingar:
Frekari upplýsingar veitir Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur hjá RML í síma 516 5078. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið sts@rml.is.
Íslenskir þátttakendur í verkenfinu eru Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Vatnajökulsþjóðgarður. Þátttakendur frá Grænlandi og Færeyjum, þar eru ráðgjafaþjónustur í landbúnaði sem eru sambærilegar RML, Búnaðarstovan og Nunalerinermik Siunnersorteqarfik, en auk þess er Umhverfisstofnun Færeyinga, Umhvørvisstovan þátttakandi.
Sjá nánar:
Skráningareyðublað fyrir málstofuna
/okg