SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann.

Nú er lögð meiri áhersla á að einstaklingsmiða samsetningu ráðgjafarpakkans þannig að hægt sé að útfæra þjónustuna að þörfum hvers býlis. Þannig hefur þeim liðum sem í boði eru verið fjölgað en bóndi ákveður í samráði við ráðunaut hvað er undir hverju sinni. Eru þessar breytingar fyrst og fremst liður í því að koma til móts við þá bændur sem nýta sér ráðgjafarpakkann árlega.

Helsta markmið Sprotans eru sem áður að bæta nýtingu áburðarefna við framleiðslu á heimafengnu fóðri. Það fyrsta sem hugað er að í þeirri vegferð er að veita aðstoð við skráningu jarðræktarupplýsinga í jörð.is og gæta þess að túnkortum sem rétt viðhaldið.
Á bújörðum þar sem jarðvegssýni hafa ekki verið tekin nýlega er lögð áhersla á að slíkt sé gert til þess að fá sýn yfir ástand ræktarlands.
Áburðaráætlun er unnin í kjölfarið þar sem notaðar eru upplýsingar sem safnað er í verkefninu. Þegar skráning á áburðarnotkun og uppskeru er orðin markviss gefst kostur á að gera greiningu þar sem þessir þættir eru bornir saman til þess að meta gæði túna með tilliti til gróffóðuröflunar.

sþ/okg