Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú hafa flestir áburðarsalar birt lista yfir áburðarúrval og verð og eru þær upplýsingar komnar inn í jörð.is. Þegar litið er yfir lista tegunda sem eru í boði getur oft verið úr vöndu að ráða að velja rétta tegund miðað við aðstæður á hverjum stað.
Þar sem áburðarkaup eru í flestum tilfellum stór kostnaðarliður á búum er afar mikilvægt að vandað sé til verka við val á áburðartegundum. Kaup á áburðaráætlun eru í því tilliti sterkur valkostur fyrir bændur. Með faglega unninni áætlun er mögulegt að hámarka hagkvæmni áburðarkaupa til að áburðarefni nýtist sem best ásamt því að auka magn og gæði uppskerunnar, sem stuðlar að bættu heilbrigði gripa og meiri og betri afurðum. Sömuleiðis er víða hægt að hagræða í áburðarkaupum og þar með spara umtalsverðar upphæðir.
Um árabil hafa ráðunautar veitt mikilvæga ráðgjöf á þessu sviði og og með því bætt afkomu margra bænda. Kostnaður við kaup á áburðaráætlun er óverulegur miðað við þann ávinning sem ná má með henni. Sem dæmi má nefna að ef keyptur er áburður fyrir 2 milljónir og það tekur ráðunaut um 3 tíma að vinna áætlunina er kostnaðurinn um 0,75% af heildarkostnaði áburðarkaupanna.
Hjá RML eru margir ráðunautar sem taka að sér að vinna áburðaráætlanir eða aðstoða bændur við að gera það sjálfir og geta bændur sett sig í samband við þá, annað hvort með því að hringja í síma 516-5000 eða finna hér á heimasíðunni upplýsingar um þann ráðunaut sem óskað er eftir að ræða við og hafa beint samband við þann aðila.
só/okg