Námskeið í Jörð.is - Skráningarfrestur að renna út

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands standa þessa dagana fyrir námskeiðum þar sem kennt er á skýrsluhald- og jarðræktarforritið Jörð.is.

Á þessum námskeiðum er farið yfir hvernig bændur geta nýtt sér forritið til þess að halda utan um það skýrsluhald sem nauðsynlegt er til þess að geta uppfyllt forsendur styrkja vegna ræktunar og landgreiðslna.

Einnig er farið í hvernig nota má forritið til þess að halda utan um jarðræktarsögu, gera verðsamanburð á áburði og gera áburðaráætlanir.
Á síðustu vikum hafa á þriðja hundrað manns sótt þessi námskeið og erum við mjög ánægð með viðtökurnar. Nú er komið að því að halda námskeið á Suður- og Austurlandi ef þátttaka næst.

Kennarar: Borgar Páll Bragason og Snorri Þorsteinsson ráðunautar hjá RML.
Mán. 10 apríl kl. 13:00 -17:00 Kirkjubæjarklaustur
Þri. 11 apríl kl. 13:00 -17:00 Egilsstaðir
Þri. 11 apríl kl. 13:00 -17:00 Gunnarsholt
Mið. 19 apríl kl. 13:00 -17:00 Stóra-Ármót
Fös. 21 apríl kl. 13:00 -17:00 Hvanneyri

Verð: 13.900 kr.
Minnum nemendur á starfsmenntasjóði eins og t.a.m. Starfsmenntasjóð bænda sem styrkir þá sem búa á lögbýlum um allt að 33.000kr á hverju ári.

Sjá nánar

Skráning á námskeiðið

bpb/okg