Blikur á lofti með sáðvöru ársins 2019

Það hefur varla farið fram hjá neinum að uppskerubrestur hefur orðið víða í Evrópu vegna þurrka og þá ekki síst í Skandinavíu. Korn og fræuppskera verður vegna þessa líklega talsvert undir væntingum helstu sáðvörubirgjanna.

Þó svo að niðurstaðan sé ekki ljós er full ástæða til að bændur séu vakandi fyrir því að sáðvörusalar hér á landi muni hugsanlega ekki geta annað eftirspurn eftir allri sáðvöru næsta vor.

Þar sem því verður við komið ættu bændur því e.t.v. að skoða hvort þeir geta aflað sáðkorns sjálfir a.m.k. til heimabrúks og þá ættu bændur einnig að hafa þetta í huga áður en þeir ákveða að brjóta land til ræktunar í haust fyrir sáningu næsta vor.

bpb/okg