Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Áburðarkaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði og er mikil verðlækkun á áburði milli ára. Senn líður að því að bændur þurfi að ganga frá áburðarpöntun fyrir vorið.
Hjá ráðunautum RML í jarðrækt er annríki þessa dagana í vinnu við áburðarráðgjöf og gerð áburðaráætlana fyrir bændur. Áburðaráætlanir eru unnar í jörð.is og m.a. notaðar upplýsingar sem þar hafa verið skráðar auk fyrirliggjandi efnagreininga á jarðvegi og heyjum.
Hér á heimasíðunni er að finna excel skjal sem nota má til að bera saman áburðartegundir. Upplýsingar um framboð og verð á áburði eru uppfærðar jafnóðum og þær berast.
Bændur eru hvattir til að nýta sér áburðarráðgjöf RML.
Sjá nánar:
el/okg