Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands:

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.

Verkefni sjóðsins eru:

  • Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum.
  • Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest.

Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2014. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 5. desember 2014 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík.

Fagráð í hrossarækt.

geh/okg