Starfsmenn RML aðstoða við skil á forðagæsluskýrslum

Eins og fram kemur á heimasíðu MAST verður hægt að leita til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar með skil á forðagæsluskýrslum líkt og í fyrra. Hægt er að hringja í skiptiborð RML 5165000 og fá samband við starfsmann sem tekur við upplýsingum á skýrsluna, gengur frá henni og skilar. Einnig er hægt að koma við á flestum starfsstöðvum. Innheimt er fyrir þessa þjónustu samkvæmt gjaldskrá RML. Vert er að taka fram að í síðustu viku af október eru margir starfsmenn úti við lambadóma og því fáliðað á sumum starfsstöðvum en þjónusta í gegnum síma er alltaf í boði.

Sú þjónusta sem RML býður varðandi forðagæsluskýrslur einskorðast við skil á skýrslum í gegnum aðgang ráðunauta, allar fyrirspurnir vegna notkunar á Bústofni, leiðbeiningar vegna Íslykils eða skráninar á nýjum notendum í Bústofni skulu beinast beint til MAST. Skilafrestur á haustskýrslum er til 20. nóvember

geh/okg