Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Búið er að raða í holl á síðsumarssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 18.-22. ágúst n.k. Alls eru skráð 152 hross til dóms. Dómar munu hefjast mánudaginn 18. ágúst kl. 8.00 og standa dagana 18.-21. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 22. ágúst.
Nánari tímasetning yfirlitssýningar verður auglýst síðar.
Við biðjum knapa og umráðamenn hrossa að virða áætlaðan sýningartíma og mæta tímanlega með hross til mælinga þannig að ekki verði óþarfa tafir á dómsstörfum. Mælingar hefjast að öllu jöfnu 15 mínútum áður en dómar viðkomandi holla hefjast.
Að lokum óskum við öllum er að sýningunni koma góðs gengis.
Sjá nánar:
Röðun hrossa á kynbótasýningum
hes/gj