Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár. Einnig var ákveðið að breyta reiknireglu þeirri sem notuð er við valið. Búum hefur verið raðað upp eftir meðalaldri sýndra hrossa, meðaleinkunn þeirra og fjölda. Nú var ákveðið að leiðrétta einkunnir eftir aldri líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga og taka á þann hátt tillit til mismunandi aldurs. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2016 sem haldin verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum um kvöldið.
Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með frábæran árangur.
þk/okg