Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum dagana 2.-5. júní

Kynbótasýning verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu vikurnar 2.-5. júní og 8.-12. júní 2015. Dómar hefjast kl. 12:30 þriðjudaginn 2. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní. Alls eru 88 hross skráð til dóms á fyrri vikuna og 145 hross á seinni vikuna. Mánudaginn 8. júní hefjast dómar kl. 8 og yfirlitssýning verður föstudaginn 12. júní.

Búið er að birta hollaröðun fyrir fyrri vikuna hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni. Röðun hrossa fyrir seinni vikuna verður kynnt um miðja næstu viku. Ástæðan fyrir því að hollaröðun fyrir seinni vikuna er ekki birt á sama tíma er verkfall dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun. Vegna verkfallsins hefur aflestur röntgenmynda af hækilliðum stóðhesta legið niðri og því ekki verið hægt að skrá þá á sýningar. Ef verkfallið leysist á allra næstu dögum verður vonandi hægt að lesa strax úr þessum myndum. Þannig hægt verði að koma stóðhestum að í seinni vikunni á Gaddstaðaflötum með því að bæta við annarri dómnefnd.

Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.

Röð hrossa 

Röð eftir knöpum 

hes/okg