Skráningar á fangi

Rétt er að minna á mikilvægi þess að skila inn staðfestingu um veru hryssu hjá stóðhesti hvort sem niðurstaða sónarskoðunar er ljós eða ekki. Eigendur stóðhesta geta skráð þessa niðurstöður sjálfir í sinni heimarétt eða sent inn stóðhestaskýrslur til RML. Hryssueigendur geta líka skráð þessar upplýsingar inn í sinni heimarétt en skráning verður ekki gild nema eigandi stóðhestsins samþykki hana. Hryssueigendur geta sent inn fyljunarvottorð til RML en þau verða að vera undirrituðu af umsjónamanni eða eiganda stóðhestsins. Niðurstöður ómskoðunar eru ekki skráðar inn nema dýralæknir staðfesti þær með sinni undirskrift.

Fram til þessa hafa hrossaræktendur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folöldum en breyting verður á því frá og með árinu 2022 en þá verður gjald tekið fyrir grunnskráningu alla hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 verða þó án skráningargjalds til 1. mars 2022.

Hryssur þurfa að hafa það staðfest í WorldFeng að þær hafi verið hjá stóðhesti til þess að hægt sé að grunnskrá folöld í gegnum heimarétt WorldFengs.

/okg