Kynbótamat hrossa haustið 2024

Nú er öllum kynbótasýningum ársins lokið, var því nýtt kynbótamat reiknað í gær og er búið að birta það í WorldFeng. Alls voru felldir 2.302 dómar í ár í níu löndum. Kynbótamatið byggir því nú á rúmlega 38.000 fullnaðardómum og styrkist grunnur matsins árlega með nýjum upplýsingum. Valparanaforritið verður einnig uppfært í vikunni. Það er afar magnað verkfæri sem ræktendur hafa til að hjálpa sér að velja stóðhesta á sínar hryssur. Þar er til dæmis hægt að fylgjast með skyldleika væntanlegra foreldra og passa að afkvæmið verði ekki of skyldleikaræktað. Það gefur manni einnig kynbótamatsspá fyrir væntanlegt afkvæmi og alla hugsanlega liti. Þetta er því afar verðmætt og skemmtilegt verkfæri sem vert er fyrir alla ræktendur að kynna sér.

/okg