Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar
Ráðstefna haldin laugardaginn 3. Desember
Félag hrossabænda, Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins.
Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi. Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum.
Því er vel við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvernig til hefur tekist; fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar, rannsóknir á íslenska hestinum og stöðu þekkingar. Ekki er síður mikilvægt að marka stefnu til næstu ára; móta ræktunarmarkmiðin og matið á hestinum í kynbótadómum; sjá fyrir sér hlutverk hestins og notendur hans í framtíðinni og hvernig hestahaldið kemur til með að þróast.
Af þessu tilefni er efnt til vinnufundar hrossaræktarinnar þar sem við fræðumst og förum yfir stöðuna í áhugaverðum fyrirlestrum. Einnig er hugmyndin að virkja fundarfólk til þátttöku í stefnumótun fyrir íslenska hestinn og hafa áhrif á mótun ræktunarmarkmiðsins og matsaðferða á hrossum í kynbótadómi.
Staðsetning: Samskipahöllin í Spretti
Tímasetning: 3. desember kl. 10:00 - 17:00
Dagskrá:
Ráðstefnustjóri: Ágúst Sigurðsson
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Þátttakendur eru beðnir um skrá sig á ráðstefnuna í gegnum tengil hér neðst á síðunni.
Skráning á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár
þk/okg