Hollaröð fyrir Sörlastaði og Gaddstaðaflatir

Hollaröð fyrir kynbótasýningarnar á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu hafa verið birtar.

Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 16. ágúst kl. 9:30 á Sörlastöðum en þar eru einungis 22 hross skráð til sýningar. Þeirri sýningu lýkur með yfirlitssýningu þriðjudaginn 17. ágúst.

Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 16. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu 20. ágúst. Alls eru 119 hross skráð á sýninguna.

Við biljum biðja sýnendur að mæta tímalega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best. Virðum sóttvarnarreglur og hugum vel að persónulegum sóttvörnum.

Sjá nánar: 
Röð hrossa

/okg