Hollaröð á seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum og Miðfossum

Seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Miðfossum í Borgarfirði fara fram föstudaginn 13. júní. Báðar sýningarnar hefjast kl. 8.00 og eru áætluð sýningarlok um kl. 18. Byrjað verður með sýningu hryssna 7 vetra og eldri en annars verður sýningarröð flokka sem hér segir:

Föstudagur 13. júní - sýningar hefjast kl. 8:00
  • Hryssur, 7 vetra og eldri
  • Hryssur, 6 vetra
  • Hryssur, 5 vetra
  • Hádegishlé um kl. 12 (að loknum 3 sýningarhópum/hollum 5 v. hryssna)
  • Hryssur, 5 vetra frh.
  • Hryssur, 4 vetra
  • Stóðhestar, 4 vetra
  • Stóðhestar, 5 vetra
  • Stóðhestar, 6 vetra
  • Stóðhestar, 7 vetra og eldri
Hollaröðun hefur verið birt og má finna hlekk á hana hér neðar. Reikna má með að hvert holl taki um 10 mínútur í sýningu.
 
Við biðjum umráðamenn og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til sýningar þannig að hún gangi sem allra best fyrir sig. Við viljum jafnframt benda mönnum á að láta sýningarstjóra vita sem allra fyrst forfallist hross eða mæti ekki til sýningar. 
 
Við óskum svo öllum sem að sýningunni koma góðs gengis.
 
Sjá nánar:
 
hes/lr/gj