Breytingar á fagráði í hrossarækt

Fagráð í hrossarækt 2014 (Mynd: HGG)
Fagráð í hrossarækt 2014 (Mynd: HGG)

Fyrsti fundur fagráðs á árinu var haldinn þann 16. janúar en hann var jafnframt fyrsti fundur nýskipaðra fulltrúa. Í fagráði sitja fimm fulltrúar frá Félagi hrossabænda og þrír fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands. Sveinn Steinarsson, nýr formaður Félags hrossabænda, tók við af Kristni Guðnasyni fráfarandi formanni. Þau Hulda Gústafsdóttir á Árbakka og Elvar Einarsson á Syðra-Skörðugili hafa verið tilnefnd í fagráð í umboði Félags hrossabænda, Hulda fyrir hönd Landssambands hestamannafélaga og Elvar fyrir hönd Félags tamningamanna. Aðrir fulltrúar frá Félagi hrossabænda eru Vignir Siggeirsson í Hemlu og Baldvin Ari Guðlaugsson á Efri-Rauðalæk.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands eru Guðný Helga Björnsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Þorvaldur Kristjánsson. Gunnfríður er fagstjóri á búfjárræktarsviði RML en hún tók við af Guðlaugi Antonssyni sem fór í ársleyfi um síðustu áramót. Þorvaldur Kristjánsson er tilnefndur af landbúnaðarháskólunum en hann tók við af Víkingi Gunnarssyni.

Á myndinni eru frá vinstri: Þorvaldur Kristjánsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir ritari fagráðs, Vignir Siggeirsson varaformaður fagráðs, Guðný Helga Björnsdóttir, Hulda Gústafsdóttir, Elvar Einarsson og Sveinn Steinarsson formaður fagráðs. Á myndina vantar Baldvin Ara Guðlaugsson. (ljósm. HGG).

hes/gj