Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í gær fengum við hjá RML til landsins ráðunaut, sérhæfðan í jarðarberjarækt. Hann heitir Rob Van Leijsen og er hollenskur. Íslenskir garðyrkjubændur njóta þess á hverju ári að fá heimsóknir erlendra sérfræðinga sem koma til þeirra undir handleiðslu garðyrkjuráðunauta RML.
Myndirnar eru teknar í Sólbyrgi í Borgarfirði þar sem hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir rækta aðallega jarðarber. Rob var ánægður með það sem hann sá og vænti góðrar uppskeru, en nokkrir dagar eru síðan farið var að tína jarðarber úr klösunum og setja á markað. Rob hafði einnig fram að færa mjög gagnlegar ábendingar sem munu án efa nýtast þeim hjónum til að ná enn betri árangri í ræktun sinni. Í dag eru Rob og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur RML í heimsóknum hjá sunnlenskum jarðarberjaræktendum.
bpb/okg