Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fyrstu niðurstöður heysýna berast þessa dagana til ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Við fyrstu sýn virðist gras hafa verið heldur meira sprottið við slátt en í fyrra, enda var árið 2013 ágætis fóðurár - þ.e.a.s. ef talað erum gæði en ekki magn. Nú er hins vegar víða mikið til af heyjum, en gæðin æði misjöfn. Enn sem komið er eru flestar niðurstöðurnar, sem hafa borist, af Suðurlandi, en eftir því sem fleiri niðurstöður berast verður hægt að bera gróffóðurgæðin saman milli landshluta. Í töflunni hér á eftir má sjá nokkur meðaltalsgildi sem sýna gróffóðurgæði.
Eins og sést stendur þurrefnisinnihald heyjanna í stað milli ára, hrápróteininnihald lækkar sem og orkuinnihald (NEL20). Heyin eru mun meira trénuð (hafa sprottið meira úr sér) og sykurinnihaldið er mun lægra en í fyrra. Munum þó að á bak við liggur aðeins brot af þeim heysýnum sem hafa verið send til greiningar, en von er á fleiri niðurstöðum á næstu dögum.
jþr/okg