Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní.
Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Mest meðalnyt árskúa undanfarna 12 mánuði var á búi Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem meðalnytin reiknaðist 8.864 kg. á tímabilinu. Í öðru sæti var bú Guðrúnar og Gunnars á Búrfelli í Svarfaðardal, þar sem nyt eftir hverja árskú var 8.596 kg. Þriðja var bú Arnfríðar Jóhannsdóttur í Dalbæ 1 í Hrunamannahreppi, þar sem meðalnyt árskúnna reiknaðist 8.453 kg. Fjórða búið nú í lok apríl var bú Gísla og Jónínu á Stóru-Reykjum í Flóahreppi þar sem hver árskýr mjólkaði að meðaltali 8.396 kg. á tímabilinu. Fimmta var síðan bú Hrepphóla ehf. í Hrepphólum í Hrunamannahreppi þar sem meðalárskýrin skilaði á fyrrnefndu tímabili 8.308 kg. mjólkur.
Nythæsta kýrin síðustu 12 mánuði var hin sama og fyrir mánuði síðan, Snúra 546 (f. Dúllari 07024) í Dalbæ 1 í Hrunamannahreppi sem mjólkaði 15.971 kg. Í öðru sæti var, líkt og fyrir mánuði, Stunga 386 (f. Kaktus 16003) í Skipholti 1 í Hrunamannahreppi sem mjólkaði 13.762 kg. á tímabilinu sem um ræðir. Þriðja sætið hreppti Larissa 667 (f. nr. 555, sonur Balda 06010 og dóttursonur Aðals 02039) í Réttarholti í Blönduhlíð í Skagafirði en hún mjólkaði 12.895 kg. síðustu 12 mánuðina. Næst verður fyrir, í fjórða sæti, Yma 897 í Lambhaga á Rangárvöllum en nyt hennar var 12.488 kg. á umræddum tímabili. Fimmta kýrin í röðinni að þessu sinni var Aldís 865 (f. Húni 07041) á Hurðarbaki í Flóahreppi sem mjólkaði 12.443 kg. á síðustu 12 mánuðum.
Alls náðu 122 kýr á mjólkurframleiðslubúunum sem afurðaskýrslum maímánaðar hafði verið skilað frá nærri hádegi hinn 13. júní, að mjólka 11.000 kg. eða meira á síðustu 12 mánuðum. Af þeim skiluðu 18 kýr yfir 12.000 kg. nyt á tímabilinu. Tvær þeirra mjólkuðu meira en 13.000 kg. á umræddum tíma og önnur þeirra nærri 16.000 kg. sem er eftirtektarvert.
Meðalfjöldi kúa á hreinu kjötframleiðslubúunum reiknaðist 28,0 en árskýrnar þar voru að jafnaði 26,3 við lok maí. Meðalkjötframleiðsla á þessum búum sl. 12 mánuði reyndist 6.309,9 kg.
Meðalfallþungi 9.867 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, sem slátrað var frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 252,5 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra gripa við slátrun var 748,2 dagar.
Sjá nánar:
https://www.rml.is/is/forrit-og-skyrsluhald/nautgriparaekt/huppais-nidurstodur-2022