Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru undir hádegi þ. 13. júlí.
Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 489 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.044,1 árskýr á fyrrnefndum 489 búum var 6.354 kg eða 6.330 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 489 búum var 49,2.
Meðalnyt árskúa síðustu 12 mánuði var mest á búi Guðrúnar og Gunnars á Búrfelli í Svarfaðardal, 9.018 kg. Næst á eftir var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit þar sem meðalnyt eftir árskú reiknaðist 8.464 kg. á sama tímabili. Þriðja reyndist bú Rúts og Guðbjargar á Skíðbakka 1 í Landeyjum þar sem nyt árskúa reiknaðist 8.382 kg. Fjórða efst að þessu sinni var bú Hákonar og Þorbjargar á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit þar sem meðalárskýrin mjólkaði 8.306 kg. á tímabilinu. Fimmta sætið hlaut að þessu sinni bú Sigurðar og Fjólu í Skollagróf í Hrunamannahreppi þar sem meðalnyt árskúnna á umræddu tímabili var 8.265 kg.
Nythæsta kýrin síðustu 12 mánuði var Merlin 2268 (f. nr. 2018, sonur Húna 07041 og dóttursonur Taums 01024), í Lambhaga á Rangárvöllum en nyt hennar var 13.842 kg. Önnur nythæst reyndist Mía 356 (f. Ýmir 13051) á Búrfelli í Svarfaðardal sem mjólkaði 13.541 kg. á tímabilinu. Þriðja í röðinni var Tígulbrá 518 (f. Tígull 428, sonur Hosa 08062 og dóttursonur Umba 98036) sem mjólkaði 13.372 kg. undanfarna 12 mánuði. Fjórða kýrin að þessu sinni var Skrúfa 1043 (f. Rjómi 07017) í Ártúnum í hinum gamla Rangárvallahreppi en hún skilaði 13.293 kg. Fimmta var Dimma 1190 (f. Hattur 11008) í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi sem mjólkaði 13.203 kg. á tímabilinu sem um ræðir.
Alls náðu 106 kýr á mjólkurframleiðslubúunum 489, sem afurðaskýrslum fyrir júní hafði verið skilað frá undir hádegið þ. 13. júlí að mjólka 11.000 kg. eða meira á síðustu 12 mánuðum. Af þeim mjólkuðu 24 meira en 12.000 kg. og af þeim náðu fimm kýr að mjólka meira en 13.000 kg. og er þeirra getið hér á undan.
Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 26,4 en árskýrnar voru að meðaltali 23,9. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.345,4 kg.
Meðalfallþungi 9.058 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 255,8 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 751,7 dagar.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar