Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar að liðnum febrúarmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. mars.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.201,2 árskúa á fyrrnefndum 468 búum var 6.345 kg. eða 6.398 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 51,7.
Mest meðalnyt árskúa síðustu 12 mánuðina var á búi Laufeyjar og Þrastar á Stakkhamri 2 á Snæfellsnesi þar sem árskýrin skilaði að meðaltali 8.992 kg. Næstmest var meðalnytin á búi Göngustaða ehf. á Göngustöðum í Svarfaðardal þar sem meðalárskýrin mjólkaði 8.654 kg. á tímabilinu. Þriðja sætið vermdi Merkurbúið í Stóru-Mörk 1 undir Eyjafjöllum en þar mjólkaði árskýrin að meðaltali 8.523 kg. síðustu 12 mánuðina. Fjórða að þessu sinni var bú Gísla og Jónínu á Stóru-Reykjum í Flóa þar sem hver árskýr mjólkaði að jafnaði 8.475 kg. á umræddu tímabili. Í fimmta sæti var bú Guðjóns og Helgu á Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi en þar reyndist meðalnyt árskúnna 8.469 kg.
Nythæst síðustu 12 mánuði var kýr nr. 1112 (f. Roði 11051) í Hrepphólum í Hrunamannahreppi sem mjólkaði 15.187 kg. Önnur í röðinni var Fata 2106 (f. Sjarmi 12090) í Skáldabúðum 2 í hinum forna Gnúpverjahreppi sem skilaði 15.171 kg. á síðustu 12 mánuðum. Næst henni kom kýr nr. 1177 (f. Laxi 11050) á Ölkeldu í Staðarsveit á Snæfellsnesi sem mjólkaði á umræddu tímabili 13.552 kg. Fjórða í röðinni var Mína 582 (f. Plútó 14074) á Göngustöðum í Svarfaðardal sem skilaði 13.529 kg. á síðustu 12 mánuðum. Fimmta að þessu sinni varð kýr nr. 856 (f. Gýmir 11007) á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit sem mjólkaði 13.415 kg.
Alls náðu 122 kýr á mjólkurframleiðslubúunum sem afurðaskýrslum fyrir febrúar hafði verið skilað frá um hádegi hinn 13. mars, að mjólka 11.000 kg. eða meira á síðustu 12 mánuðum. Af þeim skiluðu 35 nyt yfir 12.000 kg. Tíu kýr af þeim hópi mjólkuðu meira en 13.000 kg. á síðustu 12 mánuðum og tvær þeirra skiluðu nyt yfir 14.000 kg. og báðar náðu þær að mjólka yfir 15.000 kg á tímabilinu.
Meðalfjöldi kúa á hreinu kjötframleiðslubúunum reiknaðist 26,1 en árskýrnar þar voru að jafnaði 26,8 nú við lok febrúar. Meðalkjötframleiðsla á þessum búum sl. 12 mánuði reyndist 6.829,8 kg.
Meðalfallþungi 10.034 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, sem slátrað var frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 252,3 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra gripa við slátrun var 746,6 dagar.
Sjá nánar:
rml.is/is/forrit-og-skyrsluhald/nautgriparaekt/huppais-nidurstodur-2023