Vorið - námskeið fyrir sauðfjárbændur

Góð fóðrun sauðfjár á vormánuðum er einn mikilvægasti þátturinn í að ná góðum afurðum eftir hjörðina. RML bíður upp á námskeið um þessi mál á nokkrum stöðum á landinu nú á næstunni.
Á þessu námskeiði verður farið yfir marga af þeim þáttum sem hafa mikil áhrif á afurðir hjarðarinnar og þar með tekjur bænda.
Helstu efnisþættir:
1. Fóðuröflunaráætlun.
2. Mat á heygæðum, heysýnataka og túlkun niðurstaðna.
3. Mat á gæðum ræktunarlands til fóðurframleiðslu fyrir sauðfjárbú og mat á þörf fyrir endurræktun túna.
4. Ræktað land til beitar.
5. Hagkvæmni haustbötunar lamba - liður í endurræktun túna.
6. Fóðrun sauðfjár að vori.
7. Vorbeit, sníkjudýravarnir.
8. Yfirlit yfir helstu sjúkdóma og vandamál að vori sem tengjast fóðrun og meðferð hjarðar.
9. Skýrsluhaldið að vori - nokkur atriði.

Námsskeiðið stendur í u.þ.b. 6 klukkutíma og er miðað við að byrja kl. 10:00 og stendur til kl. 16:00. Námsskeiðsgjald er 19.000 krónur, hádegishressing og kaffi er innifalið.
Lágmarksfjöldi þátttakenda á fundi er fimmtán manns.

Áætlaðir fundarstaðir

Dæli í Víðidal, V-Hún - Miðvikudaginn 16. mars

Hvanneyri, Borgarfirði - Fimmtudaginn- 17. mars

Leiðbeinendur á þessum fundum verða Árni B. Bragason og Borgar Páll Bragason.

Skráning í síðasta lagi 14. mars.

Ýdalir, Aðaldal, S-Þing - Miðvikudaginn 30. mars
Egilsstaðir, Fljótsdalshéraði - Fimmtudaginn 31. mars
Leiðbeinendur á þessum fundum verða Árni B. Bragason og Eiríkur Loftsson.
Skráning í síðasta lagi 23. mars.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.

Einnig á forðsíðunni, sjá hnappinn Vorið- sauðfé.
Nánari upplýsingar veitir Árni B. Bragason, ab@rml.is sími 516-5000/ 895-1372.

hh/ab