Viðbrögð við kali

Kalskemmdir á bænum Veisu í Fnjóskadal vorið 2011
Kalskemmdir á bænum Veisu í Fnjóskadal vorið 2011

Síðustu daga hefur RML haldið nokkra fundi í samstarfi við búnaðarfélög og búnaðarsambönd á norður og austurlandi þar sem umfjöllunarefnið hefur verið viðbrögð við yfirvofandi kali í vor.

Fundirnir fóru fram á Möðruvöllum í Hörgárdal, Hótel Héraði á Egilsstöðum, Félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi og Höfðaborg á Hofsósi. Góð mæting hefur verið á fundina og umræður mjög góðar. Almennt hafa bændur miklar áhyggjur af yfirvofandi kali og tilgangur fundanna var að búa bændur undir jarðvinnslu og ræktun í kjölfar kals.

Ingvar Björnsson jarðræktarráðunautur RML hefur borið hitann og þungann af þessum fundum en fundarefni hans má sjá hér á heimasíðunni undir Jarðrækt/kal í túnum.

Sjá nánar:

Jarðrækt: Kal í túnum

okg