Verð á greiðslumarki í mjólk stendur í stað milli markaða

Niðurstöður tilboðsmarkaðar greiðslumarks í mjólk 1. nóv. 2013 hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Jafnvægisverðið reyndist 320 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Alls bárust Matvælastofnun 42 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki og var framboðið magn 1.034.438 lítrar en boðið var í 1.067.714 lítra. Kauphlutfall viðskipta reyndist 96,44%.

Fjöldi gildra tilboða um sölu var 15 en 26 kauptilboð bárust.

Þeir sem lögðu inn kauptilboð og buðu 320 kr eða hærra í lítrann fá nú að kaupa hlutdeild í því greiðslumarki sem til sölu kemur. Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði sem væri 320,- kr/lítra eða lægra selja nú greiðslumark sitt.

Samanburður við fyrri markað sem haldinn var þann 1. nóvember 2012 sýnir eftirfarandi:

  • að framboð er nú 145,3 % miðað við það sem boðið var til sölu á síðasta markaði.
  • að eftirspurn eftir greiðslumarki er nú 40,7 % miðað við það sem óskað var eftir á síðasta markaði.
  • að verð á greiðslumarki nú er það sama og á markaði þann 1. apríl 2013.
 
/gj