Vel heppnað örmerkinganámskeið fyrir norðan

RML Önnurnar, Steinunn Anna og Anna Guðrún
RML Önnurnar, Steinunn Anna og Anna Guðrún

RML hélt örmerkinganámskeið á Akureyri þann 14. febrúar sl.  Þrettán aðilar sátu námskeiðið og hlutu réttindi til að örmerkja hross. Námskeið sem þessi eru tvískipt og er fyrri hlutinn bóklegur, þar sem farið er yfir vinnureglur og skýrsluhaldið í kringum örmerkingarnar.  Seinni hlutinn er svo verklegur þar sem þátttakendur merkja hross og fylla út einstaklingsmerkingablöð líkt og venja er við merkingar. Steinunn Anna Halldórsdóttir, sem situr í faghópi hrossaræktar hjá RML, sá um að kenna nemendunum fræðin en hinn verklegi hluti námskeiðsins fór svo fram í Fornhaga II í Hörgárdal, hjá þeim Arnari Sigfússyni og Önnu Guðrúnu Grétarsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá verklega hlutanum.

Ormerk2014A
Viðar Bragason á Björgum í Hörgárdal mundar pennann við útfyllingu gagna á námskeiðinu.

Ormerk2014B
Ríkarður Hafdal (t.v.) bóndi í Glæsibæ II mætti með folöld til að merkja.
Hér er hann á spjalli við Þorstein Egilson á Grund í Eyjafirði, sem sat námskeiðið.

Ormerking2014C
Steinunn Anna leiðbeinandi og Tryggvi Hauksson við merkingar á námskeiðinu.

Ormerking2014D
Áhugasamir nemendur fylgjast vel með.

Ormerking2014E
Anna og Anna - starfsmenn RML.  Steinunn Anna Halldórsdóttir t.v. og Anna Guðrún Grétarsdóttir t.h.

SAH/AGG