Vantar þig aðstoð við hönnunarráðgjöf tengda fjárfestingastuðningi í nautgripa- eða sauðfjárrækt?

Minnt er á að huga snemma að aðstoð með hönnunarráðgjöf og aðbúnaðarteikningar varðandi endurbyggingu/breytingum eða nýbyggingum tengda fjárfestingastuðningi. Til að tryggja að nægur tími verði til að sinna öllum þeim sem óska eftir aðstoð RML, er ráðlagt að hafa samband í tíma.

Ýtarlega var farið yfir ferli aðstoðar í fréttatilkynningu frá því í ágúst 2023 og má finna í tengil hér neðar.

Óski bændur eftir aðstoð við teikningar, áætlanagerðir og umsóknarferlið er hægt að hafa samband við rekstrarráðunauta (aðalnúmer RML 516 5000/rml@rml.is) sem munu sjá um áætlanagerðir og umsóknir. Sigurður Guðmundsson (516 5040/sg@rml.is) og Anna Lóa Sveinsdóttir (s. 516 5006/als@rml.is) sjá um teikningar. Líkt og áður segir mælum við með að bændur hafi samband í tíma svo allt gangi sem best fyrir sig.

Sjá nánar: 
Fjárfestingastuðningur - teikningar á aðbúnaði, kostnaðaráætlun og aðstoð við umsókn (Eldri frétt af vef RML) 

/okg