Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Frá Íslandi fóru alls 1.318 hross á nýliðnu ári. Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFengur, geymir ýmsar nánari upplýsingar um hvað einkennir þennan hóp.
Útflutt hross eldri en 8 vetra hér 20%, á aldursbilinu 4-8v. eru 58% og yngri en 4v. eru 22%.
Nánar rýnt í hestana sérstaklega kemur þetta fram:
Hlutfall óvanaðra hesta af heild er alls 31% (223/722) – reiknast 30% ef frá eru skilin hestfolöld útflutt á fæðingarári. Athyglivert er hátt hlutfall óvanaðra trippa, 1 til 3v., sem stígur hæst í veturgömlum folum þar sem 90% virðast fara utan ógeltir samkvæmt WF. Hér minnisvert að dýralæknum er ætlað að skrá geldingar og lyfjanotkun við verkið. Hlutfall sýndra hesta í hópi útfluttra reiknast 15% (85/568), þ.e. það hlutfall sem komið hefur til kynbótadóms á Íslandi.
Allir landshlutar eiga fulltrúa í flokki útfluttra hrossa en uppruna hópsins eftir landsfjórðungum má slíta úr neðangreindri töflu, gróflega flokkað eftir svæðisnúmerum fæðingarnúmera:
Vel þekkt er að erlendir aðilar rækta hross á Íslandi og flytja út ýmist folöld og trippi eða tamin hross. Ef skráðir ræktendur eru dilkadregnir eftir því hvort þeir hafa íslenska kennitölu eða ekki er niðurstaðan þessi.
Samkvæmt þessu er u.þ.b. eitt af hverjum sjö útfluttum hrossum ´24 ræktað af erlendum aðilum sem að líkindum reka starfsemi á Íslandi eða kaupa þjónustu við framfærslu sinna ræktunarhrossa. Athyglivert einnig að rétt tæp 50% hrossa eru útflutt á kennitölu íslensks eiganda.
Af 1.318 útfluttum eru 436 með skráð DNA-sýni til ættfærslustaðfestingar; þ.e. 33,1%. Niðurstaða greiningar liggur fyrir í 425 sýnum en niðurstaða ekki komin fram í x11 sýnum. Um DNA-greind hross er frekar að segja:
Stærstu útflutningsmánuðir eru október og nóvember en fast á hæla fylgja janúar og desember ´24. Ekkert hross fór utan í ágústmánuði.
Hagstofa Íslands safnar upplýsingum um skráð FOB-verð (Free on Board) útflutnings samkvæmt tollskrárnúmerakerfi. Þann 14. janúar síðastliðinn mátti nálgast gögn fyrir útflutt hross ´24 allt til enda nóvembermánaðar.
Heimild: Vefur Hagstofu Íslands 14.jan.25 / Útflutningur eftir tollskrárnúmerum 2022-20224, kafli 1-40
Í nóvemberlok voru útflutt hross alls orðin 1.155. Þó það segi takmarkaða sögu er meðalverð útfluttra hrossa þá rétt liðlega 1 milljón króna, FOB-verð, eða kr 1.056.113,- á haus.
Í meðfylgjandi töflu má sjá heildarfjölda útfluttra árabilið 2014 til 2024 ásamt með hlutfallslegri breytingu milli ára. Árið 2021 ber höfuð og herðar yfir það sem hér er skoðað í fjölda en upphafsárið 2014 er lágmarkið í úrtaki.
Í þeim tölum sem hér eru samanteknar úr WorldFeng, og víðar, er engin tilraun gerð til að kafa dýpra eða fara nánar ofan í samhengi einstakra þátta. Hins vegar ættu hér að vera nokkrar áhugaverðar kveikjur og grundvöllur til umræðu meðal hestamanna og hrossaræktenda.
Í komandi nýjum WorldFeng, á næstu árum, gefst e.t.v. tækifæri til að skapa eitthvað sem heitið gæti Mælaborð íslenskrar hrossaræktar og birti sambærilegar og mun fleiri tölulegar stærðir um þróun og horfur – í rauntíma.
/okg
Síminn hjá okkur er opinn kl. 09.00–12.00 og 13.00–16.00 alla virka daga nema föstudaga, þá er opið 9-12.