Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í kynningarbás RML í Hofi á bændahátið var gestum og gangandi boðið að taka þátt í skemmtilegri getraun þar sem spurt var um gæði gróffóðurs sem búið var að senda sýni úr til efnagreiningar.
Eina vísbendingin sem boðið var uppá var eftirfarandi „Slegið fyrstu viku í júlí og frekar lítið áborið“. Glöggir sáu fljótt að þetta var greinilega af gömlu túni og því ekki um úrvals töðu að ræða.
Spurt var um þurrefni, meltanleika, prótein og orku. Fjölmargir tóku þátt og beyttu ýmsum aðferðum til að reyna að nálgast rétta svarið, margir þreifuðu á töðunni, lyktuðu jafnvel, sumir smökkuðu líka á til að nýta sem flest skynfæri.
Við úrvinnslu niðurstaðna getraunarinnar var ákveðinni aðferð beitt þar sem boðið var upp á örlítil skekkjumörk enda ekki við því að búast að menn geti efnagreint sýni með því að snerta lykta og smakka, þá væru rannsóknarstofur óþarfar.
En á endanum var það einn sem stóð nærst réttri niðurstöðu og hlýtur hann að launum gjafabréf fyrir úttekt á ráðgjöf að verðmæti 20 þúsund krónur hjá RML.
Vinningshafinn er Guðjón Þórsteinsson Bárðartjörn og óskum við honum innilega til hamingju með verðlaunin og hlökkum til að vinna með honum.
Þess má þó geta í lokin að nokkrir sóttu fast á hæla honum, en það voru Þórarinn Ingi Pétursson Grund, Sigurgeir B. Hreinsson (áður) Hríshóli, Þórólfur Ómar Óskarsson Grænuhlíð og Sigurður Þór Guðmundsson Holti.
Við þökkum öllum sem kíktu við í básinn hjá okkur fyrir komuna.
Þurrefni | Meltanleiki | Prótein | Fóðureiningar |
76% | 76% | 140g/kg þe | 0,84 Fem |