Tíu bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2015

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem nefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 53 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu. Ákveðið var að tilnefna 10 bú sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2015 sem haldin verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 7. nóvember næstkomandi. Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum um kvöldið.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:

  • Brautarholt, Björn Kristjánsson og Snorri Kristjánsson
  • Flagbjarnarholt, Bragi Guðmundsson og Sveinbjörn Bragason
  • Hof I, Þorlákur Örn Bergsson
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Miðás, Ásta Berghildur Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson
  • Stóra-Vatnsskarð, Benedikt G. Benediktsson
  • Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson
  • Ytra-Vallholt, Björn Grétar Friðriksson og Harpa H. Hafsteinsdóttir
  • Þóroddsstaðir, Bjarni Þorkelsson og fjölskylda
  • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með góðan árangur.

þk/okg