Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Landbúnaðarháskóli Íslands gaf nýverið út rit undir heitinu: Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð. Er þar gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegra tilrauna þar sem þvagefni er notað sem niturgjafi í tún- og kornrækt.
Á seinustu öld var gert nokkuð af tilraunum með þvagefni sem niturgjafa í túnrækt. Flestar sýndu þær lakari nýtingu nitur vegna þess hve rokgjarnt þvagefni er.
Vöruþróun áburðarframleiðenda hefur meðal annars beinst að því að bæta nýtingu niturs í áburði t.d með því að húða þvagefnið. Með því móti losnar þvagefnið hægar úr áburðarkornum og því líklegra að efnið komist í góða snertingu við jarðveginn sem dregur úr útskolun og uppgufun.
Í þessum nýju tilraunum LbhÍ var prófaður húðaður þvagefnisáburður (Sprettur +OEN), sem er á markaði hér á landi, og borinn saman við hefðbundinn CAN (kalkammonsaltpétur) nituráburð.
Þvagefnisáburðurinn skilaði ekki lakari niðurstöðum en viðmiðunaráburðurinn í tilraunum í túnrækt. Ein tilraun var gerð með þvagefnisáburð í kornrækt þar sem viðmiðunaráburðurinn skilaði betri niðurstöðu. Í umræðukafla ritsins segir að niðurstöður bendi til þess að nitrið hafi losnað of seint úr þvagefnisáburðinum, mögulega vegna mikilla þurrka þetta vor.
Höfundar benda á mikilvægi þess að gera fleiri tilraunir með þennan áburð við breytileg skilyrði, sér í lagi sem áburðargjafi í kornrækt.
Ritið má nálgast í tenglinum hér að neðan:
Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð
sþ/okg