Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í kjölfar þess að hrúturinn Fannar 23-925 frá Svínafelli greindist með þokugen hafa borist fyrirspurnir um þokugensgreiningar. Slíkar greiningar eru ekki í boði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Matís býður nú upp á tilboð sem gildir til 11. apríl, í samstarfi við RML.
Senda þarf hylki með vefjasýni eða stroksýni úr nefi á starfsstöð RML í Reykjavík eða á Hvanneyri. Mikilvægt er að sýnið sé aðgreint frá öðrum sýnum, haft í sér poka og því fylgi blað þar sem fram kemur að óskað sé eftir þokugensgreiningu og tilgreint númer sýnis og grips. Bóndinn forskráir sýnið á viðkomandi grip í Fjárvís.is undir „forskráning á öðrum arfgerðargreiningum“.
Ef til er DNA sýni úr viðkomandi grip hjá Matís eða Íslenskri erfðagreiningu er hægt að óska eftir viðbótargreiningu á því sýni. Þá skal senda tölvupóst merktan „þokugensgreining“ á netfangið dna@rml.is. Í póstinum komi fram sýnanúmer og gripanúmer og upplýsingar um greiðanda.
Þokugreiningin mun kosta 5.600 kr. +vsk. óháð því hvort greiningin byggi á hylki, stroksýni eða viðbótargreiningu á DNA. Hefðbundið verð á þessari þjónustu í samstarfi við Matís samkvæmt núgildandi verðskrá RML er 7.000 kr + vsk.
Nánari upplýsingar um allt sem lýtur að framkvæmd arfgerðagreininga sauðfjár má finna í handbók um framkvæmd arfgerðagreininga.
Sjá nánar:
Handbók um framkvæmd arfgerðagreininga 2025
/okg