Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2018, var veitt á búgreinafundi nautgripabænda í gær, fimmtudaginn 27. feb. 2024. Fyrir valinu varð Tangi 18024 frá Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Ræktendur Tanga 18024 eru þau Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson og tóku þau við viðurkenningunni úr höndum Rafns Bergssonar, formanns nautgripabænda. Tangi 18024 er undan Lúðri 10067 og 410 Kambsdóttur 06022.
Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Tanga 18024 fyrir afhendingu viðurkenningarinnar. Þar kom fram að Tangi 18024 hlaut eftirfarandi umsögn fyrir dætur: Dætur Tanga eru nokkuð mjólkurlagnar með hátt hlutfall verðefna í mjólk, heldur yfir meðallagi að stærð, meðalháfættar, boldjúpar og útlögumiklar með beina yfirlínu. Malirnar eru breiðar, beinar og þaklaga og fótstaðan er sterkleg og meðalgleið. Júgurgerðin er góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin en júgurband lítt áberandi. Spenar eru hæfilegir að lengd, fremur þykkir og vel settir. Mjaltir eru meðalgóðar og lítið um mjaltagalla. Skap meðalgott og skapgallaðir gripir mjög fáir í dætrahópnum. Tangi 18024 hlýtur nafnbótina besta nautið fætt árið 2018.
Fagráð í nautgriparækt, Nautastöðin, Bændasamtökin og RML óska ræktendum þeim Lilju Guðrúnu og Haraldi til hamingju með viðurkenninguna og þakka fyrir hönd kúabænda fyrir ræktun þessa góða kynbótagrips.