Stjórn NorFor fundaði á Hvanneyri

Stjórn NorFor sem fundaði á Hvanneyri. Á myndinni eru f. vinstri Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjó…
Stjórn NorFor sem fundaði á Hvanneyri. Á myndinni eru f. vinstri Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML, Tone Roalkva, framkvæmdastjóri NorFor, Ida Storm frá Danmörk og Fredrik von Unge stjórnarformaður frá Svíþjóð. Á myndina vantar Erik Selmer-Olsen frá Noregi.

Dagana 3.-5. október fundaði stjórn NorFor á starfsstöð RML á Hvanneyri. Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML situr í stjórn NorFor fyrir Íslands hönd en auk hans eru í stjórninni Fredrik von Unge frá Svíþjóð stjórnarformaður, Erik Selmer-Olsen frá Noregi og Ida Storm frá Danmörku. Framkvæmdastjóri er Tone Roalkvam. Fulltrúi Íslands úr starfsmannahópnum er Ditte Clausen.
NorFor er samnorrænt fóðurmatskerfi til að reikna fóðurætlanir fyrir jórturdýr í mjólkur- eða kjötframleiðslu. Kerfið byggir á fóðurrannsóknum á Norðurlöndunum og fóðurtöflu sem inniheldur helstu hráefni sem eru notuð á Norðurlöndum. Frá árinu 2006 hefur þetta kerfi verið ráðandi í íslenskri naugtgriparækt en það var þróað af sérfræðingum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi á árunum 2002-2006.
Samstarfið í NorFor er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska nautgriparækt og starfsemi RML, ekki síst þegar til framtíðar er litið og í samhengi við losun gróðurhúsalofttegunda vegna iðragerjunar.

Upplýsingar um NorFor kerfið má nálgast á heimasíðu NorFor með því að smella hér.
Upplýsingar um NorFor á heimasíðu RML má nálgast hér.

/HH