Starfsmannamál RML og sumarfrí

Síðustu vikur hafa orðið nokkrar breytingar í starfsmannamálum RML.

  • Eins og fram hefur komið áður hefur Sigríður Ólafsdóttir verið ráðin í starf hlunnindaráðunautar ásamt því að starfa sem almennur ráðunautur.
  • Svanhildur Ósk Ketilsdóttir er komin til baka úr fæðingarorlofi og hefur verið ráðin til starfa sem tengjast orkumálum en einnig mun hún starfa sem almennur ráðunautur. Starfsstöð hennar er á Akureyri.
  • Ingvar Björnsson er í fæðingarorlofi en kemur aftur til starfa í haust og verður tilhögun nánar auglýst síðar.
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir hefur flutt sig norður í land og mun starfsstöð hennar verða á Akureyri framvegis.
  • Í haust mun Unnsteinn Snorri Snorrason hefja störf hjá RML og starfa við bútækni og mál tengd aðbúnaði búfjár. Hann verður með starfsstöð á Hvanneyri. Ef einhver á við hann brýnt erindi er hægt að senda honum tölvupóst í nú í sumar á netfangið uss@rml.is. Tilhögunin verður auglýst nánar í haust.

Skrifstofur RML verða opnar í sumar þó viðvera verði mismikil vegna sumarfría. Þeir sem þurfa að ná sambandi við starfsfólk RML eru beðnir um að hringja í 516 5000 og fá nánari upplýsingar eða senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is

bóó/okg